Innlent

Góðgerðardagur í Tívólíinu við Smáralind

Mynd/Hörður Sveinsson
Tívolíið í Smáralind mun 3. júlí bjóða öllum aðildarfélögum umhyggju, sambýlum, BUGL, sérhópum vinnuskóla höfuðborgarsvæðisins, og öðrum félagasamtökum ásamt fjölskyldum og fylgdarmönnum í tívolíið við Smáralind endurgjaldslaust. Góðgerðardagurinn verður milli kl. 10 og 13:00 og er tívolíið lokað almenningi á meðan. Öllu verður stýrt á þann hátt að allir geti notið sín hvort sem um er að ræða einstakling sem þarf á mikilli hjálp að halda eða ekki og verða því hjúkrunarfræðingar á svæðinu. Hafa nú þegar 1600 manns fengið afhent armband sem gildir sem dagspassi fyrir fyrrnefndan dag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×