Innlent

Íslendingar hamingjusamasta þjóð í heimi

Ísland er besta land til búsetu í öllum heiminum, að því er breska blaðið The Guardian hefur eftir nýlegri þarlendri rannsókn. Íslendingar eru hamingjusamasta þjóð í heimi, þrátt fyrir að búa í dýrasta landi í heimi, en fast á hæla okkur fylgja hinir síglöðu Ástralir. Rannsóknin miðar að því að meta lífsgæði út frá fleiri þáttum en ríkidæmi og þjóðarframleiðslu. Þannig eru meðalævilíkur og menntunarstig og margir fleiri þættir teknir inn í myndina. Rannsóknin sýnir að ýmsar fátækar þjóðir, eins og Mexíkóar og Nígeríumenn, eru hamingjusamari en ríkari og þróaðri þjóðir. Hinir fúlustu í heimi, að mati vísindamannanna, munu vera Rússar, Úkraínumenn, Rúmenar og Búlgarar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×