Sport

Fékk vinstri fót Maradona að láni

Draumaskotið
Draumaskotið MYND/AP

Maxi Rodriguez skoraði, eitt allra fallegasta mark sem sést hefur á HM, í leik gegn Mexíkó á dögunum. Hann gantaðist með það á blaðamannafundi að sjálfur Maradona hafi lánað honum vinstri fót sinn til að smella knettinum í netið.

Maxi er réttfættur knattspyrnumaður, því er engu líkara en að töfrasprota hafi verið veifað þegar hann spyrnti boltanum í markið hjá Oswaldo Sanchez, markverði Mexíkó.

„Já, ég held að Maradona hafi lánað mér vinstri fót sinn. Ég er ekki framherji heldur miðjumaður, ég nota vinstri fótinn aðallega til þess að stíga upp í strætó. Ef ég reyndi þetta tíu sinnum aftur færi hvert skot upp í stúku. Þetta var sigurmarkið og ég er sérlega glaður með það," sagði Maxi ánægður með undraskotið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×