Sport

Rooney er klár í slaginn

Rooney
Rooney MYND/AP

Wayne Rooney er staðráðinn í því að láta ekki HM-tækifærið renna sér úr greipum. Hann lék stórt hlutverk á móti Ekvador. Það var fyrsti leikurinn, sem hann spilaði allar 90 mínúturnar í, síðan hann slasaði sig.

Nú segist hann vera klár í framlengingu og vítaspyrnukeppni, ef með þarf, í leiknum gegn Portúgal á laugardaginn.

"Ég á eftir að gefa meira af mér í þessu móti og vonast til þess að ná því formi sem ég var í á EM árið 2004. Ég verð betri og betri með hverri æfingunni sem ég tek þátt í. Það skilar sér vonandi í leikjunum. Ég get leikið í tvo tíma en þjálfarinn ræður hve lengi ég spila. Ég var ánægður með frammistöðu mína í síðasta leik og úrslitin voru frábær. Ef við leikum eins og náum sömu úrslitum í næsta leik verð ég mjög glaður," sagði Rooney.

"Ég hef ekkert á móti því að Cristiano Ronaldo verði með á móti okkur, það væri líka ágætt ef hann verður ekki með. Hann er frábær leikmaður og ef hann spilar verður það erfitt fyrir mitt lið," sagði Rooney aðspurður um liðsfélaga sinn í Manchester United.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×