Innlent

Stakk föður sinn í kviðinn

Hæstiréttur staðfesti í dag framlengdan gæsluvarðhaldsúrskurð yfir ungum manni sem grunaður er um að hafa stungið föður sinn hnífi í á veitingastað við Laugaveg aðfararnótt sautjánda júní. Höfðu þeir feðgar deilt sem lyktaði með því að sonurinn stakk föður sinn í kviðinni þannig að hann hlaut lífshættulega áverka og var um tíma á gjörgæslu. Skal ungi maðurin sitja í gæsluvarðhaldi þar til dómur gengur í máli hans en þó ekki lengur en til föstudagsins 4. ágúst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×