Innlent

Sýknaður af að hafa ráðist á stúlku

Karlmaður var sýknaður af ákæru um líkamsárás fyrir héraðsdómi Reykjaness í morgun. Maðurinn var ákærður fyrir að hafa ráðist á stúlku í bíl sínum, snúa upp á hönd hennar, skella henni í malbik og kýla hana í magann. Maðurinn var vinur móður stúlkunnar. Stúlkan ber að hann hafi ráðist á hana og þvingað hana inn í bíl sinn. Maðurinn ber hins vegar að hann hafi farið til að ræða við stúlkuna þar sem móðir hennar hafi lýst áhyggjum sínum af henni við manninn um morguninn. Hann hafi ekki þvingað stúlkuna inn í bíl sinn en hún hafi ekki viljað tala við hann og hafið að skaða sjálfa sig og síðar hann. Framburður ákærða þótti sannfærandi og sjálfum sér samkvæmur en framburður stúlkunnar óljós á köflum. Dómi fannst því ákæruvaldinu ekki hafa tekist að sanna sekt mannsins.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×