Innlent

Starfsmenn svæðisskrifstofa um málefni fatlaðra ósáttir við kjör sín

Háskólamenntaðir starfsmenn hjá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra íhuga nú uppsagnir þar sem ekkert hefur þokast í kjaraviðræðum þeirra við ríkið. Þeir vilja sambærileg kjör og fólk í sambærilegum störfum hjá borginni og afhentu yfirvöldum áskorun vegna deilunnar nú klukkan níu.

Í hópnum sem um ræðir eru þroskaþjálfar, iðjuþjálfar og félagsráðgjafar ásamt öðrum háskólamenntuðum starfsmönnum svæðisskrifstofanna víða um land. Þeir eru þreyttir á bið á stofnanasamningi sem gera átti eftir kjarasamninga í fyrra en viðræður sem staðið hafa frá því í febrúar hafa engu skilað.

Tveir samningafundir milli Bandalags háskólamanna og ríkisins hafa verið haldnir síðustu fimm vikur og ber töluvert í milli. Hjá sumum starfsmannanna er þolinmæðin að verða á þrotum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×