Innlent

Harma fyrirhugaðar breytingar á skattalögum

Frjálshyggjufélagið hefur sent frá sér ályktun þar sem það harmar þá fyrirætlun ríkisstjórnarinnar að breyta skattalögum þannig að hærra hlutfall tekna fólks renni í ríkisstjórn eftir næstu áramót en núgildandi lög gera ráð fyrir. Félagið segir þá þingmenn sem sækja umboð sitt til kjósenda sem eru hlynntir lækkun tekjuskattsprósentunnar verða að hafa í huga fyrir hvern þeir sitja á þingi þegar þeir greiða atkvæði um hækkunartillöguna. Þá segir Frjálshyggjufélagið að þingmönnum sé hollt að hafa í huga að til er fólk sem þarf að gera áætlanir fram í tímann um tekjur og að hækkun lögfestrar skattprósentu geti kippt stoðunum undan slíkum áætlunum launafólks.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×