Innlent

Dæmd í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi

Héraðsdómur Reykjanes.
Héraðsdómur Reykjanes. Mynd/Vísir

Kona var í dag dæmd í Héraðsdómi Reykjaness í 10 mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir skjalafals. Konan hafði á sex ára tímabili tekið þrettán lán þar sem hún falsaði á bréfin nafn eiginmanns síns sem sjálfskuldarábyrgðarmanns. Konan var nýkomin úr sambúð þegar hún kynntist eiginmanni sínum og var með þunga skuldabirgði úr þeirri sambúð.

Hjónin gerðu með sér kaupmála og voru með aðskilinn fjárhag. Konan bar því við að þegar lán frá fyrri tíð tóku að falla á hana hafi eiginmaður hennar ætlast til að hún stæði sjálf skil á þeim. Hún hafi hins vegar haft litlar tekjur og eignast barn í mars 1993 og annað barn í ágúst 2001. Í kjölfar þess hafi hún fengið mikið fæðingarþunglyndi og að lokum verið lögð inn á geðdeild. Konan er nú einstæð móðir með þrjú börn og hefur ekki sætt refsingu áður. Vegna þessa og að ekki verði séð að einhver skaði hafi hlotist af broti hennar er refsing hennar skilorðsbundið að því að segir í dómnum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×