Innlent

Áhyggjur af fríblaði Dagsbrúnar

Danskir stjórnmálamenn virðast hafa nokkrar áhyggjur af fríblaðinu sem Dagsbrún er að byrja að gefa út í Danmörku. Margir danskir þingmenn eru sagðir tilbúnir til að endurskoða stuðning sinn við hin hefðbundnu dagblöð.

Í viðtali við Jótlandspóstinn, í gær, segir íhaldsþingmaðurinn Carina Christiensen, að hún leggi til að menningarmálanefnd þingsins haldi ráðstefnu, þar sem stjórnmálamenn og útgefendur hittist til að ræða stöðu mála.

Stjórnarþingmaðurinn Jens Rhode er einnig áhyggjufullur og telur að hreint blóðbað sé í uppsiglingu á dönskum blaðamarkaði.

Bæði Carina og Jens segja þó að pólitísk afskipti af málinu geti ekki orðið nema takmörkuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×