Ráðherraskipti einstök vegna fjölda 11. júní 2006 18:45 Ráðherraskipti ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili eru einstök vegna fjölda stólaskipta og þeirra sem draga sig út úr stjórnmálum. Þá þykir einstakt að formaður flokks skuli axla ábyrgð, eins og Halldór Ásgrímsson gerir, á slöku gengi í kosningum þar sem hann var þó ekki sjálfur í framboði.Þriðji maðurinn sest nú í stól forsætisráðherra. Davíð Oddsson var fyrstur í sinni fjórðu ríkisstjórn. Halldór Ásgrímsson tók við og nú tekur Geir H. Haarde við embættinu.Fjórði ráðherran er einnig að setjast í stól utanríkisráðherra. Fyrst í stólinn settist Halldór Ásgrímsson, næstur var Davíð þegar Halldór varð forsætisráðherra og tók Geir við af honum. En nú þegar Halldór hefur ákveðið að hætta fer Valgerður Sverrisdóttir í utanríkisráðuneytið.Í byrjun kjörtímabilsins sat Geir í fjármálaráðuneytinu en síðasta haust tók Árni M. Mathiesen við því embætti. Þegar Davíð myndaði ríkisstjórnina var Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, en hann lét af því starfi og gerðist senidherra. Nýr maður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kom þá inn í ríkisstjórnina og tók sæti Tómasar. Siv Friðlefisdóttir, umhverifsráðherra var látin víkja úr ríkisstjórninni síðasta haust vegna samkomulags um ráðherraskipan, og Sigríður Anna Þórðardóttir, tók hennar sæti. Hún fer hins vegar úr ríkisstjórn nú og Jónína Bjartmarz kemur hennar í stað. Árni Mathiesen byrjaði sem sjávarútvegsráðherra en þegar hann fór í fjármálaráðuneytið tók Einar K. Guðfinnsson við ráðuneytinu.Jón Sigurðsson seðlabankastjóri er kominn í ráðherralið framsóknarmanna og tekur við iðnaðar- og viðskiptaráðneytinu af Valgerði. Jón Krisjánsson var fyrst í stóli heilbrigðis og tryggingamálaráðherra þar til Siv kom aftur inn í ríkisstjórn og tók við stólnum, en það var þegar Árni Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra, ákvað að hætta afskiptum af stjórnmálum og Jón tók við. Nýr ráðherra framsóknarmanna Magnús Stefánsson tekur nú hins vegar í félagsmálaráðuneytinu af Jóni sem hefur ákveðið að hætta. Aðeins þrír ráðherrar hafa setið í sömu stólunum frá upphafi kjörtímabilsins en það eru þeir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira
Ráðherraskipti ríkisstjórnarinnar á þessu kjörtímabili eru einstök vegna fjölda stólaskipta og þeirra sem draga sig út úr stjórnmálum. Þá þykir einstakt að formaður flokks skuli axla ábyrgð, eins og Halldór Ásgrímsson gerir, á slöku gengi í kosningum þar sem hann var þó ekki sjálfur í framboði.Þriðji maðurinn sest nú í stól forsætisráðherra. Davíð Oddsson var fyrstur í sinni fjórðu ríkisstjórn. Halldór Ásgrímsson tók við og nú tekur Geir H. Haarde við embættinu.Fjórði ráðherran er einnig að setjast í stól utanríkisráðherra. Fyrst í stólinn settist Halldór Ásgrímsson, næstur var Davíð þegar Halldór varð forsætisráðherra og tók Geir við af honum. En nú þegar Halldór hefur ákveðið að hætta fer Valgerður Sverrisdóttir í utanríkisráðuneytið.Í byrjun kjörtímabilsins sat Geir í fjármálaráðuneytinu en síðasta haust tók Árni M. Mathiesen við því embætti. Þegar Davíð myndaði ríkisstjórnina var Tómas Ingi Olrich menntamálaráðherra, en hann lét af því starfi og gerðist senidherra. Nýr maður Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir kom þá inn í ríkisstjórnina og tók sæti Tómasar. Siv Friðlefisdóttir, umhverifsráðherra var látin víkja úr ríkisstjórninni síðasta haust vegna samkomulags um ráðherraskipan, og Sigríður Anna Þórðardóttir, tók hennar sæti. Hún fer hins vegar úr ríkisstjórn nú og Jónína Bjartmarz kemur hennar í stað. Árni Mathiesen byrjaði sem sjávarútvegsráðherra en þegar hann fór í fjármálaráðuneytið tók Einar K. Guðfinnsson við ráðuneytinu.Jón Sigurðsson seðlabankastjóri er kominn í ráðherralið framsóknarmanna og tekur við iðnaðar- og viðskiptaráðneytinu af Valgerði. Jón Krisjánsson var fyrst í stóli heilbrigðis og tryggingamálaráðherra þar til Siv kom aftur inn í ríkisstjórn og tók við stólnum, en það var þegar Árni Magnússon, fyrrverandi félagsmálaráðherra, ákvað að hætta afskiptum af stjórnmálum og Jón tók við. Nýr ráðherra framsóknarmanna Magnús Stefánsson tekur nú hins vegar í félagsmálaráðuneytinu af Jóni sem hefur ákveðið að hætta. Aðeins þrír ráðherrar hafa setið í sömu stólunum frá upphafi kjörtímabilsins en það eru þeir Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Sturla Böðvarsson samgönguráðherra og Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Innlent Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Innlent „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Innlent Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Innlent „Það átti að taka mig í karphúsið“ Innlent Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Innlent Selenskí undir miklum þrýstingi Innlent „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Innlent Játaði meira og meira eftir því sem á leið Innlent Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka Erlent Fleiri fréttir „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Endurtekin og alvarleg mál valda áhyggjum Hiti færist í leikinn: „Frægur karl með enga reynslu“ Samfylkingarmönnum í Reykjavík fjölgað um 72 prósent Heimilisofbeldismálin alvarlegri en áður og fundað um Úkraínu í Abu Dhabi Svona var Pallborðið með Heiðu Björgu og Pétri Játaði meira og meira eftir því sem á leið Fann innbrotsþjófinn sofandi á heimilinu Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Sjá meira