Hollendingar hafa ekki tapað alvöru landsleik undir stjórn Marco Van Basten. Hollenska liðið sem vann Serbíu og Svartfjallaland 1-0 í fyrsta leik sínum á HM í Þýskalandi, hefur nú spilað 13 leiki undir stjórn Van Basten í undan- og úrslitakeppni HM, unnið 11 og gert 2 jafntefli. Markatalan í þessum 13 leikjum er 28-3 Hollendingunum í vil.
Marco Van Basten hefur stjórnað hollenska liðinu í 22 landsleikjum og í 15 þeirra hefur liðið haldið hreinu. Leikurinn í dag var sá tíundi í röð í keppni sem hollenska liðið heldur hreinu undir hans stjórn.
Fimm þjálfarar á HM í Þýskalandi 2006 hafa enn ekki tapað með sínum liði í keppnisleik. Þetta eru Van Basten (13 leikir), Luis Aragonés hjá Spáni (12), Raymond Domenech hjá Frökkum (12), Zlatko Kranjcar hjá Króatíu (10) og svo Dick Advocaat þjálfari Suður-Kóreu sem hefur unnið eina alvörulandsleikinn með lið Kóreubúa.