Þora ekki út á kvöldin eftir árásir 8. júní 2006 12:30 Skemmtiferð útskriftarnema frá Verzlunarskóla Íslands til Búlgaríu hefur tekið heldur óskemmtilega stefnu því að minnsta kosti þrír þeirra hafa orðið fyrir árásum og þá hafa nokkrir verið rændir. Kveður svo rammt að þessu að hluti hópsins þorir ekki lengur út á lífið af ótta við árásir og nokkrir hafa þegar haldið heim, fyrr en áætlað var. Ríflega 200 manna hópur úr útskriftarárgangi Verzlunarskólans hélt til Burgas-strandarinnar í Búlgaríu um mánaðamótin til að fagna áfanganum. Sú ferð hefur ekki reynst eins skemmtileg og margir vonuðust til vegna ýmissa atvika. Ráðist hefur verið á að minnsta kosti þrjár stúlkur í ferðinni að kvöldlagi eða um nótt, þar af eina þeirra með hníf, en tvær stúlknanna þurftu að leita aðstoðar á sjúkrahúsi vegna áverka sinna. Þá hafa nokkrir aðrir lent í minni háttar atvikum eins og ránum um hábjartan dag. Þórunn Elísabet Bogadóttir, fráfarandi forseti Nemendafélags Verzlunarskólans, segir atburðina haft sín áhrif á hópinn. Fólk fari ekki eitt út á kvöldin og jafnvel ekki á daginn og þá haldi margir sig inni á hótelum á kvöldin í stað þess að fara út á lífið. Á hótelinu séu þau örugg. Tómas Þór Tómasson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Apollo, sem seldi hópnum ferðina segist ekki hafa fengið kvartanir frá hópnum en nokkrir áhyggufullir foreldrar hafi haft samband við skrifstofuna. Fararstjórar hafi reynt að aðstoða fólk þegar eftir því hafi verið leitað og hann viti um fjóra útskriftarnema sem hafi farið heim til Íslands fyrr en áætlað var vegna atvikanna. Hann segir Burgas-ströndina ekki mikinn ofbeldsstað en það sé alltaf slæmt ef fólk lendi í atvikum sem þessum. Brýnt hafi verið fyrir krökkunum að fylgja almennum leikreglum sem gildi á stöðum sem þessum, að vera ekki ein á ferð eftir myrkur og gæta almennt að sér á skemmtanalífinu. Fréttir Innlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira
Skemmtiferð útskriftarnema frá Verzlunarskóla Íslands til Búlgaríu hefur tekið heldur óskemmtilega stefnu því að minnsta kosti þrír þeirra hafa orðið fyrir árásum og þá hafa nokkrir verið rændir. Kveður svo rammt að þessu að hluti hópsins þorir ekki lengur út á lífið af ótta við árásir og nokkrir hafa þegar haldið heim, fyrr en áætlað var. Ríflega 200 manna hópur úr útskriftarárgangi Verzlunarskólans hélt til Burgas-strandarinnar í Búlgaríu um mánaðamótin til að fagna áfanganum. Sú ferð hefur ekki reynst eins skemmtileg og margir vonuðust til vegna ýmissa atvika. Ráðist hefur verið á að minnsta kosti þrjár stúlkur í ferðinni að kvöldlagi eða um nótt, þar af eina þeirra með hníf, en tvær stúlknanna þurftu að leita aðstoðar á sjúkrahúsi vegna áverka sinna. Þá hafa nokkrir aðrir lent í minni háttar atvikum eins og ránum um hábjartan dag. Þórunn Elísabet Bogadóttir, fráfarandi forseti Nemendafélags Verzlunarskólans, segir atburðina haft sín áhrif á hópinn. Fólk fari ekki eitt út á kvöldin og jafnvel ekki á daginn og þá haldi margir sig inni á hótelum á kvöldin í stað þess að fara út á lífið. Á hótelinu séu þau örugg. Tómas Þór Tómasson, framkvæmdastjóri ferðaskrifstofunnar Apollo, sem seldi hópnum ferðina segist ekki hafa fengið kvartanir frá hópnum en nokkrir áhyggufullir foreldrar hafi haft samband við skrifstofuna. Fararstjórar hafi reynt að aðstoða fólk þegar eftir því hafi verið leitað og hann viti um fjóra útskriftarnema sem hafi farið heim til Íslands fyrr en áætlað var vegna atvikanna. Hann segir Burgas-ströndina ekki mikinn ofbeldsstað en það sé alltaf slæmt ef fólk lendi í atvikum sem þessum. Brýnt hafi verið fyrir krökkunum að fylgja almennum leikreglum sem gildi á stöðum sem þessum, að vera ekki ein á ferð eftir myrkur og gæta almennt að sér á skemmtanalífinu.
Fréttir Innlent Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Fleiri fréttir Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu Sjá meira