Innlent

Íþróttasamband Fatlaðra styrkt til næstu Ólympíuleika

Leifur Steinn Elísson, aðstoðarframkvæmdastjóri Visa Ísland og Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF við undirritun samningsins.  Með þeim á myndinni eru þau Kristín Rós Hákonardóttir og Jón Oddur Halldórsson en þau tóku þátt í Visa paralympic Cup, boðsmóti sem fram fór í Manchester í Englandi á dögunum.
Leifur Steinn Elísson, aðstoðarframkvæmdastjóri Visa Ísland og Sveinn Áki Lúðvíksson, formaður ÍF við undirritun samningsins. Með þeim á myndinni eru þau Kristín Rós Hákonardóttir og Jón Oddur Halldórsson en þau tóku þátt í Visa paralympic Cup, boðsmóti sem fram fór í Manchester í Englandi á dögunum.

Íþróttasamband Fatlaðra og Visa Ísland hafa framlengt samstarfssamningi sínum til þriggja ára. Styrkurinn er ætlaður til undirbúning og þátttöku á Ólympíumóti fatlaðra sem fram fer í Peking 2008.

Í fréttatilkynningu segir að árangur fatlaðra íþróttamanna að undanförnu árum hafi vakið verðskuldaða athygli og hafi íslenskt íþróttafólk staðið sig afar vel á Ólympíumótum sem og öðrum mótum.



Árangurinn sé afrakstur markvissrar vinnu en Íþróttasambands Fatlaðra kappkosti að undirbúa keppendur sína sem best undir þau verkefni sem framundan séu hverju sinni.

Ljóst sé að á næstu Óllympíuleikum muni nýtt afreksfólk halda hróðri landsins og því sé nauðsyn á markvissum undirbúningi.

Styrkveiting til Íþróttasambands Fatlaðra, fellur að mati Visa Íslands því vel að stefnu fyrirtækisins varðandi stuðning við framúrskarandi afreksfólk hvort heldur úr röðum fatlaðra eða ófatlaðra en fatlaðir íslenskir afreksmenn hafa um langt árabil verið á meðal þeirra bestu í heiminum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×