Sport

Eriksson telur að enska liðið fari alla leið

Sven Goran Eriksson og Steve McClaren arftaki hans.
Sven Goran Eriksson og Steve McClaren arftaki hans. MYND/Reuters

Þjálfari Enska Landsliðsins Sven-Goran Eriksson, segir að hugsun sín sé skýr og sjálfstraust enska liðsins sé mikið. Eriksson sagði að síðasta tilraun sín hefði tekist vel, enda vannst leikurinn 3-1, gegn Ungverjum.

Sumum finnst síðasta útspil þjálfarans ruglingslegt og jafnvel örvænting, en Svíinn segir að þetta meistaraverk sem að hann er að framkvæma sé nákvæmlega á áætlun, er hann undirbýr Enska liðið fyrir síðasta þess fyrir HM, en hann verður á Old Trafford á laugardag gegn Jamaíka mönnum.

Eriksson sagði "ég er mjög öruggur, með lið mitt og hef aldrei verið svona öruggur með þá. Við erum með frábæra leikmenn, við höfum unnið okkar heimavinnu vel og við eigum bestu aðdáendur í heimi. Eriksson þurfti að breyta uppstillingu liðs síns er Wayne Ronney meiddist.

En Erisksson sagði einnig "leikmenn mínir munu ekki hræðast neina á HM, og það er sú sálfræði sem að þú þarft að hafa í svona móti. Ef þið lítið á liðið og sjáið nöfnin á búningunum, þá eru þetta ekki eingöngu leikmenn sem eru mikils metnir á Englandi, heldur um allan heim. Við munum koma til Þýskalands með rétta hugsun, sjálfsöryggi og ákveðnir í að fara alla leið".

 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×