Erlent

Óvíst hvenær bandarískir hermenn koma heim frá Írak

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. MYND/AP

Donald Rumsfeld, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segist ekki geta lofað því að stór hluti þeirra bandarísku hermanna sem eru í Írak verði kallaðir heim fyrir lok þessa árs.

Þetta kom fram í máli ráðherrans þegar hann sat fyrir svörum hjá þingnefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings í gær. Rumsfeld játaði einnig, í fyrsta sinn, að ekki væri sátt um það innan hersins hvort leyfa eigi að beita öðrum aðferðum við yfirheyrslu meintra skæruliða og hryðjuverkamanna, en við yfirheyrslur á öðrum stríðsföngum.

Skömmu eftir hryðjuverkaárásirnar á Bandaríkin árið 2001 lýsti George Bush Bandaríkjaforseti því yfir að ekki yrði litið á þá, sem teknir yrðu til fanga í stríðinu gegn hryðjuverkum, sem stríðsfanga. Sú yfirlýsing hefur hins vegar mætt mikilli andstöðu alþjóðasamfélagsins, sérstaklega eftir að myndirnar af pyntingum fanga í Abu Grahib fangelsinu í Írak birtust í fjölmiðlum árið 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×