Erlent

Flugmóðurskipi sökkt á Mexíkóflóa

Hvellurinn af sprengingunni heyrðist í 1,6 kílómetra radíus frá skipinu.
Hvellurinn af sprengingunni heyrðist í 1,6 kílómetra radíus frá skipinu. MYND/AP

Bandaríska herskipinu Oriskany var sökkt í Mexíkóflóa í dag. Ekki voru það þó óvinasveitir sem grönduðu skipinu, heldur bandaríski sjóherinn sjálfur, með því að sprengja tæp 230 kíló af sprengiefni um borð í skipinu til að sökkva því.

Skipið hafði þjónað bæði í Kóreu og í Víetnam en fær nú nýtt hlutverk á hafsbotni og verður með tíð og tíma að stærsta manngerða kóralrifi í heimi. Oriskany er fyrsta herskipið sem sökkt er í þessum tilgangi en áætlanir eru uppi um að veita fleiri gömlum herskipum hinstu hvílu undir kóralbeði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×