Innlent

Lögregla óskar eftir gæsluvarðhaldi

Héraðsdómari er þessa stundina að taka afstöðu til gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar.
Héraðsdómari er þessa stundina að taka afstöðu til gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar. mynd/vísir

Lögreglan í Kópavogi óskaði í dag í Héraðsdómi Reykjaness eftir gæsluvarðhaldi yfir þremur ungum mönnum sem grunaðir eru um líkamsárás og mannrán í Garðabæ á laugardagskvöld.



Héraðsdómari er þessa stundina að taka afstöðu til gæsluvarðhaldskröfu lögreglunnar. Þeir grunuðu gáfu sig allir fram við lögregluna í Kópavogi í dag. Sá fyrsti ffyrir hádegi. Lögreglan hafði símasamband við hina tvo sem síðan gáfu sig fram í sitthvoru lagi, annar um hádegið og hinn um klukkan tvö. Mennirnir hafa verið í yfirheyrslu hjá lögreglunni í dag. En þeir eru runaðir um að hafa numið mann á brott af heimili hans í Garðabæ á laugardagskvöld, ekið með hann upp í Heiðmörk og gengið í skrokk á honum.

Allir hinir grunuðu eru innan við tvítugt og hafa allir komið við sögu lögreglunnar áður. Sá sem fyrir árásinni varð, liggur á sjúkrahúsi og mun ekki enn vera úr allri lífshættu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×