Innlent

Pétur Þorvarðarson enn ófundinn

Björgunarsveitir að fara til Egilsstaða vegna leitar.
Björgunarsveitir að fara til Egilsstaða vegna leitar. MYND/Heiða Helgadóttir

Leit stendur enn að Pétri Þorvarðarsyni, sem fór fótgangandi frá Grímsstöðum á Fjöllum aðfararnótt sunnudags. Þegar létti til síðdegis í gær hófu þyrlur frá Varnarliðinu og danska varðskipinu Triton leit úr lofti og 140 björgunarmenn leituðu á jörðu niðri í alla nótt. Leitarmönnum verður fjölgað með morgninum og eru leitarskilyrði góð.

Engar vísbendingar hafa fundist um afdrif Péturs. Landhelgisgæslan sendi í gærkvöldi lítinn pallbíl, hlaðinn þyrlueldsneyti, austur á Mörðudalsöræfi til að danska þyrlan, sem tekur þátt í leitinni að Pétri Þorvaðrarsyni, gæti haldið leitinni áfram.

Ástæða þessara flutninga er sú að olíubíll, sem átti að flytja þyrlunni eldsneyti frá Akureyri, bilaði. Þyrlan er þegar búin að taka eldsneyti af pallbílnum tvisvar, og er hann nú á leið til Egilsstaða eftir meiru.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×