Innlent

Fjarskiptum ábótavant

Fjarskipti gengu ekki sem skildi á flugslysaæfingu á Höfn í Hornafirði í dag. Augljóst er að fjarlægðin milli flugvallarins og Hafnar hefur sitt að segja þegar bjarga þarf mannslífum.

Hátt á sjötíu manns tóku þátt í flugslysaæfingu á vegum Flugmálastjórnar Íslands á Höfn í Hornafirði í dag. Flugvél hafði hrapað í nágrenni flugvallarins og rúmlega þrjátíu manns voru slasaðir. Flugvöllurinn er staðsettur í um fimm kílómetra fjarlægð frá Höfn og reyndist GSM símasambandi var ábótavant í flugstöðvarbyggingunni, sem þjónaði hlutverki bráðaskýlis. Næsta sjúkrahús við Höfn er á Neskaupsstað og svo á Selfossi og það sýndi sig í dag að sú fjarlægð er of mikil ef hópslys á sér stað.

FLugmálastjórn Íslands skipulagði æfinguna en þetta er í sautjánda sinn sem slík æfing er haldin. Á æfingunni voru meðal annars notuð ný greiningarspjöld sem hafa verið í þróun síðustu ár en greinningarspjöldin eru notuð til að greina hversu alvarlega slasaði sjúklingar eru. Þá var einnig verið að prófa og þróa svokallað SÁBF kerfi, eða Stjórnun, áætlanir, bjargir, framkvæmd. Kerfið miðast að því að allir þeir starfshópar sem koma að slysi vinni saman eftir sömu vinnuaðferðum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×