Erlent

Hvetur til árása á Danmörku, Noreg og Frakkland

Einn af forystumönnum al-Qaida samtakanna hvetur til árása á Danmörku, Noreg og Frakkland í nýju myndbandi sem birt var á Netinu í gær. Líbýumaðurinn Mohammed Hassan, sem slapp úr einu af fangelsum Bandaríkjanna í Afganistan í fyrra, hvetur til hefnda fyrir Múhameðsteikningarnar sem birtar voru á síðasta ári. Þær ollu miklum titringi meðal múslíma og leiddu meðal annars til átaka og mótmæla í sumum löndum múslíma.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×