Erlent

Mannætan fékk ævilangt fangelsi

Rúmlega fertugur Þjóðverji var í dag dæmdur í ævilangt fangelsi fyrir að myrða og éta jafnaldra sinn. Armin Meiwes sýndi engin svipbrigði þegar dómarar við áfrýjunardómstól í Frankfurt kváðu upp dóm sinn. Í mars 2001stakk hann félaga sinn, Bernd Jürgen Brandes, til bana og skar lík hans í sundur. Líkamshlutana frysti hann svo og suma þeirra át hann síðar. Þótt ótrúlegt megi virðast hafði Brandes boðið sig fram á netinu til að gangast undir þessa skelfilegu meðferð og því dæmdi undirréttur Meiwes aðeins í átta og hálfs árs fangelsi árið 2004. Þeim dómi áfrýjuðu hins vegar saksóknarar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×