Innlent

Fólskuleg árás í Laugardal

MYND/Róbert Reynisson

Maður réðst fólskulega á fimmtán ára stúlku og sló hana í höfuðið með hafnarboltakyldu í Laugardal í gærkvöld. Mannsins er enn leitað.

Árásin var gerð um kl. 20:20 í gærkvöld á móts við Holtaveg. Stúlkan var þar á gangi þegar maðurinn veittist að henni og sló hana í höfuðið með hafnarboltakylfunni. Hann sleit af stúlkunni íþróttatösku, sem er svört að lit með bleikri áletrun. Hljóp hann síðan á brott í átt að skuaptahöllinni - eftir göngustígnum sem skilur að Grasagarðinn og húsdýragarðinn.

Stúlkan slapp með minniháttar áverka en fór á sjúkrahús til skoðunnar.

Lögreglan leitar enn mannsins - hann var dökkklæddur með dökkt hár. - Á milli 170- og 180 sentimetra hár. Giskað er á að hann sé um 18 ára.

Lögregla biður fólk sem kann að hafa orðið vitni að árásinni að hafa samband - raunar alla þá sem kunnna að hafa vitneskju um málið - til dæmis mætt árásarmanninum með töskuna með bleiku áletruninni á leið af vettvangi. Sími hjá lögreglu er 444 1000.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×