Innlent

Engin ákvörðun um legu Sundabrautar fyrir kosningar

Ekki verður tekin ákvörðum um hvar Sundabraut á að liggja fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. Málið er nú í samráðsnefnd en niðurstöðu hennar er ekki að vænta fyrr en í fyrsta lagi í sumar.

Eins og greint hefur verið frá í fréttum á NFS þá lét Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson oddviti sjálfsstæðismanna þau orð falla á dögunum að í raun væri búið að fresta lagningu Sundabrautar vegna seinagangs R-listans. Þessu vísar oddviti Samfylkingar á bug og segir ummæli Vilhjálms óábyrg og furðuleg. Hann segir Sundabraut á áætlun og nú sé málið í samráðsnefnd sem mun skila áliti sínu síðar á árinu. Þá verður hafist handa við framkvæmdir á brúnni. Það er því ljóst að ekki verður tekin ákvörðun um hvar brúin muni liggja fyrir kosningarnar í vor

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×