Erlent

Ítalska lögreglan handtók í morgun yfirmann mafíunnar

Ítalska lögreglan handtók í morgun Bernardo Provenzano yfirmann mafíunnar á Sikiley. Hann hafði verið á flótta í meira en fjörutíu ár, en þrátt fyrir ítarlega leit tókst lögreglunni ekki að hafa hendur í hári hans fyrr en nú. Provenzano hefur stjórnað aðgerðum mafíunnar undanfarin þrettán ár, eða síðan "Toto" Riina, sem þá var yfirmaður mafíunnar var handtekinn í Palermo. Svo slyngur hefur Provenzano verið að fyrir handtökuna var nýjasta mynd lögreglunnar af honum frá árinu 1959. Hann var dæmdur í þrefalt lífstíðarfangelsi í réttarhöldum sem fóru fram að honum fjarstöddum




Fleiri fréttir

Sjá meira


×