Erlent

Vitni lýstu lífsreynslu sinni

Mynd/AP

Réttarhöld yfir al-Qaeda liðanum Zacaris Moussaoui héldu áfram í gær. En þá fóru fram vitnaleiðslur en Moussaoui er sá eini sem ákærður er fyrir hryðjuverkaársásirnar í Bandaríkjunum 11. september 2001. Í gær hlýddi rétturinn á frásagnir þeirra sem lifðu hryðjuverkin af. Þar mátti heyra átakanlegar sögur um hvernig árásirnar gjörbreyttu lífi þeirra. Rudolph Giuliani, fyrrverandi borgarstjóri í New York, lýsti því hvernig hann sá fjölda fólks henda sér út úr brennandi tvíburaturnunum. Moussaoui á yfir höfði sér dauðarefsingu fyrir að hafa logið að bandarísku alríkisþjónustunni eftir handtöku í ágúst 2001. En vegna þessa létu næstum þrjú þúsund manns lífið í árásum hryðjuverkamanna þann 11. september 2001.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×