Erlent

Mladic framseldur fyrir lok apríl

Serbar hafa fullvissað fulltrúa stríðsglæpadómstóls Sameinuðu þjóðanna í Haag í Hollandi um að Ratko Mladic, fyrrverandi hershöfðingi Bosníu-Serba, verði afhentur dómstólnum fyrir lok apríl.

Talsmaður Cörli del Ponte, saksóknari dómstólsins, upplýsti um þetta fyrir stundu. Hann sagði Kostunica, forsætisráðherra Serbíu, hafa staðfest þetta.

Mladic hefur verið eftirlýstur af stríðsglæpadómstólnum í rúm tíu ár. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa fyrirskipað fjöldamorðin í Srebrenica þar sem átta þúsund voru stráfelldir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×