Erlent

Gagnrýnd fyrir of háan reikning

Lene Espersen, dómsmálaráðherra Danmerkur, sætir nú gagnrýni fyrir að hafa boðið nánustu samstarfsmönnum á jólahlaðborð á kostnað ríkisins stuttu eftir að hún var skipuð í embætti árið 2001. Politiken greinir frá því að danska ríkisendurskoðunin hafi gert athugasemdir við reikninginn en Espersen bauð samstarfsmönnum sínum á veitingastaðinn Ero Oro og hljóðaði reikningurinn upp á rúm 19.000 danskra króna eða sem samsvarar tæpum 230.000 íslenskra króna. Skrifstofustjóri dómamálaráðuneytisins segir jólahlaðborðið áralanga hefð og ekkert athugavert sé við það. Sjálf hefur Espersen ekki tjáð sig um reikninginn. Samkvæmt dönsku ríkisendurskoðunni er engar takmarkanir á á útgjöld sem þessi en fram til þessa hafði reikningurinn fyrir jólahlaðborð verið um helmingi lægri.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×