Erlent

Saddam ákærður fyrir fjöldmorð á Kúrdum

Saddam Hussein
Saddam Hussein MYND/AP

Talsmaður dómstólsins í Írak sem réttar yfir Saddam Hussein hefur lýst því yfir að einræðisherrann fyrrverandi verði brátt ákærður fyrir fjöldamorð á Kúrdum á ofanverðum níunda áratugnum. Réttarhöldin nú snúast um morð á 147 sjíum í bænum Dujail árið 1982. Undir lok styrjaldarinnar við Íran og í kjölfar hennar týndu hins vegar tugþúsundir Kúrda lífi í þjóðernishreinsunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×