Erlent

Víðtækar mótmælaaðgerðir fyrirhugaðar í Frakklandi

Mynd/AP

Frakkar búa sig nú undir alsherjarverkföll og víðtækar mótmælaaðgerðir um allt landið í dag. Tilgangur aðgerðanna er að mótmæla nýjum lögum um vinnulöggjöf í landinu. Lögin hafa vakið miklar deilur en það auðveldar atvinnurekendum að reka ungt fólk úr vinnu. Almenningssamgöngur og skólar koma til með að lamast þar sem starfsmenn þar ætla sér allir að leggja niður vinnu. Þeir ætla að fjölmenna í mótmælagöngur með stúdentum. Vonast mótmælendurnir til að með aðgerðir þeirra nái loks til Dominique de Villepin, forsætisráðherra landsins, og hann dragi lögin til baka. Könnun sem birt var í morgun sýnir að stuðningur við forsætisráðherrann hefur ekki verið minni frá því hann tók við embætti fyrir um ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×