Erlent

27 hafa farist í skýstrókum í miðvesturríkjum Bandaríkjanna

Mynd/AP

Tuttugu og sjö hafa farist í miklum skýstrókum sem gengið hafa yfir miðvesturríki Bandaríkjanna undanfarna daga. Haglkorn á stærð við appelsínur hafa fallið af himnum og tré rifnað upp með rótum í veðurofsanum. Skýstrókarnir hafa farið um átta ríki undanfarna daga og skilið eftir sig slóð eyðileggingar. Skaðinn hefur verið mestur í Tennessee, til dæmis gjöreyðilagðist pylsugerð í bænum Newbern og beið heil tylft starfsmanna bana.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×