Erlent

Prodi með forskot á Berlusconi

Kappræður Prodi og Berlusconi í gær voru sýndar víða, eins og í verslunum þar sem þessi maður fylgdist með.
Kappræður Prodi og Berlusconi í gær voru sýndar víða, eins og í verslunum þar sem þessi maður fylgdist með. Mynd/AP

Snörp orðaskipti einkenndur kappræður Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, og Romano Prodi, forystumanns stjórnarandstöðunnar, sem fram fóru í gær. Aðeins er um ein vika í þingkosningarnar á Ítalíu og hefur fylgi Prodi mælst um fimm prósent meira í könnunum. Lokakappræður kosningabaráttunnar í gær snérust að mestu um efnahagsmál. Kosningabaráttan hefur þótt nokkuð grimm og hefur oftar en ekki komið til orðaskipta milli þeirra Berlusconi og Prodi. Í gær var engin breyting á því enda flugu svívirðingar á milli frambjóðendanna. Berlusconi hefur verið verði við völd á Ítalíu síðustu fimm árin. Kosningar fara fram í landinu þann níunda apríl næstkomandi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×