Erlent

17 mánaða barn myrt

Tveir menn og ein kona eru nú í haldi ítölsku lögreglunnar, grunuð um að hafa rænt 17 mánaða gömlu sveinbarni af heimili þess í síðasta mánuði. Lík barnsins fannst við árbakka á Norður-Ítalíu í gær.

Tugir lögreglumanna höfðu leitað hins 17 mánaða gamla Tommaso Onofri frá því honum var rænt af sveitabæ foreldra sinna í Casalbaroncolo nálægt Parma á Norður-Ítalíu fyrir um mánuði.

Þá ruddust tveir grímuklæddir menn inn á heimilið vopnaðir leikfangabyssum og hnífum og námu barnið á brott. Engin vísbending hafði borist um afdrif hans síðan þá og engar kröfur um lausnargjald.

Foreldrar Tommaso komu fram í sjónvarpi og grátbáðu mannræningjana um að skila þeim barni sínum og sögðu hann þurfa lífsnauðsynlega þurfa á flogaveikilyfjum sínum að halda.

Það var svo fyrir nokkrum dögum sem lögregla handtók mann sem hafði unnið á sveitabæ foreldra drengsins. Sá upplýsti við yfirheyrslura að Tommaso hefði verið myrtur. Síðan þá hefur lögregla handtekið konu mannsins og annan mann.

Mannræningjarnir munu hafa lagt á flótta með barnið á vélhjóli en lent í smávægilegu óhappi. Tommaso hafi ekki hætt að gráta og mennirnir því myrt hann þar sem þeir óttuðust að upp um þá kæmist.

Saksóknarar segja að það hafi verið ætlun ódæðismannanna að krefja foreldra Tommaso um jafnvirði tæplega 86 milljóna íslenskra króna í lausnargjald þar sem faðir hans var yfirmaður pósthússins á svæðinu og því ætti hann aðgang að sérstökum sparireikningum viðskiptavina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×