Erlent

Komið í veg fyrir sjálfsvígsárás

MYND/AP

Svo virðist sem ísraelska lögreglan hafið komið í veg fyrir sjálfsvígssprengjuárás í bænum Beit Shean í norðurhluta landsins í dag.

Lögregla stöðvaði bílferð tveggja manna og handtók þá eftir að upplýsingar bárust um að árásarmenn með sprengjubelti um sig miðja væru á leið til borgarinnar. Víðtæk leið hófst, varðstöðvar voru reistar og skömmu síðar voru mennirnir handteknir.

Fyrir hálfum mánuði stöðvuðu ísraelskar öryggissveitir sendibíl eftir eltingaleik. Þar voru herskáir Palestínumenn á ferð vopnaðir töluverðu af sprengiefni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×