Erlent

Þingkosningar á Tælandi

Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra, greiðir atkvæði í kosningunum.
Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra, greiðir atkvæði í kosningunum. MYND/AP

Tælendingar ganga að kjörborðinu í dag og kjósa sér þing. Thaksin Shinawatra, forsætisráðherra, boðaði óvænt til kosninga fyrir nokkrum vikum en almenningur í landinu hefur gagnrýnt hann harðlega og sakað hann um spillingu og að hafa misbeitt valdi sínu.

Mótmælendur hafa verið háværir á götum borgarinnar síðustu vikur og hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans. Shinawatra segist ætla að láta af embætti ef flokkur hans fær innan við helming atkvæða - það er þó talið afar ólíklegt þar sem forsætisráðherrann nýtur mikils stuðnings á landsbyggðinni.

Í þingkosningum í fyrra fékk flokkur Thaksins rúm 70% þingsæta. Allir þrír stjórnarandstöðuflokkarnir á þingi sniðganga kosningarnar í dag og forystumenn þeirra hvetja kjósendur til að skila auðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×