Erlent

Fyrsti geimfari Brasilíu kominn í Alþjóðlegu geimstöðina

MYND/AP

Fyrsti geimfari Brasilíu gekk um borð í Alþjóðlegu geimstöðina í nótt þegar Sojus geimhylki hans lagði að stöðinni hlaðið birgðum og búnaði. Tveir dagar eru síðan hylkinu var skotið á loft.

Mikil fagnaðarlæti brutust út í rússnesku stjórnstöðinni nálægt Moskvu þegar ljóst var að tekist hafði að festa hylkið við geimstöðina.

Brasilímaðurinn Marco Ponters mun ásamt tveimur öðrum, leysa af þá geimfara sem fyrir eru í geimstöðinni. Ponters mun þó snúa aftur til jarðar níunda apríl en hinir tveir verða um borð í hálft ár.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×