Erlent

Frakklandsforseti ætlar að staðfesta vinnulöggjöf

MYND/AP

Chirac Frakklandsforseti ætlar að staðfesta umdeilda vinnulöggjöf þrátt fyrir mikil mótmæli á götum Frakklands síðustu vikur. Hann heitir því þó að tveimur umdeildum ákvæðum verði breytt.

Þing Frakklands hefur samþykkt lögin og bíða þau nú undirritunar forsetans. Margir hafa hvatt forsetann til að láta það vera en forsetinn hefur sagt mikilvægt að lögin taki gildi. Þeim hefur verið mótmælt harðlega víðsvegar um Frakkland síðustu vikurnar og hefur til óeirða komið. Hafa stúdentar og verkalýðsfélög verið hve háværust í mótmælum sínum.

Chirac gerði löggjöfin að umtalsefni í sjónvarpsávarpi síðdegis í dag og komu mörg hundruð stúdentar saman í miðborg Parísar til að fylgjast með ræðunni.

Í ræðu sinni sagði forsetinn að hann ætlaði að undirritað lögin með tveimur breytingum. Reynslutímabil ungra starfsmann verður eitt ár í stað tveggja. Samkvæmt lögunum er hægt að reka starfsfólkið eftir reynslutímann og það án skýringa. Forseti segir að því verði breytt þannig að vinnuveitendum verði gert að gefa skýringu á brottrekstri.

Forsvarsmenn verkalýðshreyfinga í Frakklandi segja breytingarhugmyndir forsetans óskiljanlegar og óásættanlegar. Þeir segjast enn sem fyrr hvetja til kröftugra mótmæla gegn löggjöfinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×