Erlent

Blóðug átök á Gaza

Blóðug átök brutust út í dag milli andstæðra fylkinga Palestínumanna á Gaza-ströndinni. Átökin hófust eftir að bílsprengja varð Palestínumanni að bana. Maðurinn var foringi skæruliðasamtaka sem hafa staðið fyrir flugskeytaárásum á Ísrael.

Ungur drengur varð líka fyrir sprengjunni, en hann er ekki talinn í lífshættu. Hér er hann fluttur á sjúkrahús. Ísraelar þvertaka fyrir að hafa sprengt sprengjunna. Liðsmenn samtakanna, sem um ræðir, hafna því og saka auk þess Fatah hreyfinguna um aðild að tilræðinu.

Nú síðdegis blossuðu upp átök milli fylkinganna í Gaza. Að minnsta kosti þrír hafa látið lífið og tólf særst. Vitað er að öryggissveitir heimastjórnarinnar hafa tekið þátt í átökunum. Ismael Haniyeh forsætisráðherra Palestínu - sem tilheyrir Hamas samtökunum - hefur hvatt menn til að beina reiði sinni að Ísraelum fremur en standa í innbyrðis deilum.

Ofbeldið á Gaza ströndinni kemur eftir að fjórir létu lífið í sjálfsvígsárás í Ísrael.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×