Erlent

Vilja ekki heita Hansen, Jensen eða Nielsen

Danir vilja ólmir skipta út nöfnunum Jensen, Nielsen og Hansen og taka upp sjaldgæfari eftirnöfn sem þykja flottari að því er fram kemur á vef Berlinske Tidene í morgun. Ný nafnalög taka gildi í Danmörku á morgun sem gerir Dönum það kleift að skipta út eftirnöfnum sínu og velja sér ný. Þegar hafa borist fjölmargar umsóknir um nafnabreytingu og eru flestar þeirra tengdar eftirnöfnunum Jensen, Nielsen og Hansen. Einhverjir ætla þó að halda eftirnöfnum sínum en breyta þeim í millinafn og taka svo upp nútímalegri eftirnöfn. Sá böggull fylgir þó skammrifi að í það minnsta 2000 Danir verða að bera sama nafn til þess að þá fáist samþykkt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×