Erlent

HIV-tilfellum hefur fækkað um þriðjung á Indlandi

HIV-tilfellum hefur fækkað um þriðjung á Indlandi á undanförnum árum. Þetta eru niðurstöður könnunar sem birtist í breska læknatímaritinu Lancet í gær. Fækkunin stafar fyrst of fremst af aukinni áherslu á forvarnir og meiri notkun getnaðarvarna en áður. Samt sem áður er alnæmi mikið vandamál í Indlandi og nú er talið að meira en fimm milljónir manna séu smitaðir af HIV-veirunni. Aðeins í Suður- Afríku eru fleiri smitaðir veirunni banvænu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×