Erlent

Atvinnulöggjöf stenst stjórnarskrá Frakka

MYND/AP

Stjórnarskrárdómstóll í Frakklandi úrskurðaði í dag að ný atvinnulöggjöf sem valdið hefur miklum deilum stæðist stjórnarskrá. Þar með er allt útlit fyrir að löggjöfin nái fram að ganga, að því gefnu að Chirac Frakklandsforseti samþykki hana. Þegar hefur verið boðað til frekari mótmæla vegna löggjafarinnar, sem gerir atvinnurekendum auðveldara en áður að reka ungt fólk úr starfi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×