Erlent

Þrjátíu rútufarþegar létust og þrír slösuðust

Um þrjátíu rútufarþegar létust og þrír slösuðust í Yunnan héraði í Kína í gærkvöld. Rútan steyptist ofan í 100 metra djúpan dal við borgina Zhaotong en alls var þrjátíu og einn maður innanborðs. Barn er meðal hinna slösuðu og liggur það í dái. Rannsókn er hafin á tildrögum slyssins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×