Erlent

Mómælendur ekki á því að gefast upp í París

Brotnar rúður og málningarslettur úti um allt, voru það sem blasti við íbúum Parísar þegar þeir héldu til vinnu í morgun. Nærri fimm hundruð manns voru handteknir í miklum mótmælum í höfuðborginni í gær. Allar samgöngur fóru úr skorðum og opinber þjónusta lá niðri víða í Frakklandi. Mótmælendur hafa ekki gefist upp á að reyna að koma í veg fyrir breytingar á atvinnulöggjöf landsins. Í dag var boðað til nýrra fjöldamótmæla um allt land á þriðjudaginn í næstu viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×