Erlent

Starfsmannstjóri Hvíta hússins segir af sér

George Bush Bandaríkjaforseti ásamt Andrew Card sem nú hefur sagt af sér sem starfsmannastjóri Hvíta hússins.
George Bush Bandaríkjaforseti ásamt Andrew Card sem nú hefur sagt af sér sem starfsmannastjóri Hvíta hússins. MYND/AP

Andrew Card sagði í gær af sér sem starfsmannastjóri Hvíta hússins í Washington. Joshua Bolten, sem verið hefur yfirmaður fjárlagadeildar, hefur tekið við embættinu. Reiknað er með að Karl Rove, einn helsti stjórnmálaráðgjafi forsetans, þurfi einnig að taka pokann sinn. Mannabreytingarnar í Hvíta húsinu koma í kjölfar gagnrýni frá repúblikönum á Bandaríkjaþingi, sem eru óánægðir með frammistöðu stjórnarinnar í samskiptunum við meirihluta repúblikana á þinginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×