Erlent

Lík fjórtán karlmanna fundust í vesturhluta Bagdad í gær

Lík fjórtán karlmanna fundust í vesturhluta Bagdad í gær. Mennirnir voru allir skotnir í höfuðið og var bundið fyrir augu sumra þeirra. Kennsl hafa ekki verið borin á mennina en flestir íbúar hverfisins þar sem þeir fundust eru súnnítar.

Þá var 35 manns rænt í árásum á verslanir og fyrirtæki í Bagdad í gær og segist lögreglan óttast að eins muni fara fyrir mönnunum og þeim sem fundust fyrr um daginn. Ekkert lát virðist ætla að vera á árásum og mannránum í Írak en um 15 þúsund Írakar hafi fallið í landinu síðan Bandaríkjamenn ruddust inn árið 2003




Fleiri fréttir

Sjá meira


×