Erlent

Reykingabann í Kaliforníu

Allsherjar reykingabann á opinberum stöðum tók gildi í Kaliforníuríki í Bandaríkjunum í gær. Eiga nú reykingamenn, sem neita að drepa í sígarettu á almannafæri á hættu á að verða sektaðir um 500 dollara eða sem nemur um 35 þúsund krónum. Yfirvöld hafa þó komið upp svokölluðum reykingabásum í verslunarmiðstöðun þar sem reykingamenn geta hangið saman og reykt. Samtök sem barist hafa fyrir banninu á undanförnum árum segja að um fimm þúsund manns deyi af völdum reykinga á ári hverju í Kaliforníu og komi þetta eflaust til með að lækka þá tölu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×