Erlent

Ströng gæsla við mótmæli í dag

Frá verkfalli stúdenta á þriðjudag.
Frá verkfalli stúdenta á þriðjudag. MYND/AP

Nemendur í háskólum og framhaldsskólum í gjörvöllu Frakklandi halda í dag áfram skipulögðum mótmælum gegn frumvarpinu um atvinnusamning fyrir ungmenni. Nicholas Sarkozy innanríkisráðherra boðaði skipuleggjendur mótmælanna á sinn fund til þess að reyna að koma í veg fyrir að mótmælin fari úr böndunum.

Sarkozy hitti nemendurna um morguninn en í eftirmiðdaginn boðaði hann fulltrúa lögreglunnar á sinn fund þar sem rædd var öryggisgæsla við mótmælin. Búist er við að lögregla haldi vökulu auga yfir mótmælunum hvarvetna. Vonast er til að mótmælin fari friðsamlega fram, ekki síst í ljósi þess að mikið verður af framhaldsskólanemum á aldrinum 15-18 ára í mótmælunum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×