Yeeeeeeessss! 6. mars 2006 01:29 George Clooney er flottastur og vann sem betur fer styttu fyrir leik sinn í Syriana. Fyrsta mark kvöldsins hefur verið skorað og leikurinn er varla byrjaður. Erkitöffarinn George Clooney fékk verðskulduð verðlaun fyrir bestan aukaleik í Syriana. Hann var vitaskuld tilnefndur með öndvegismönnum á borð við Matt Dillon, William Hurt og Paul Giamatti. Hefði sætt mig við Giamatti enda alger snillingur en Clooney er maðurinn og á að verða maður kvöldsins. Hann er samt hógvær og lýsti því yfir í þakkarræðu sinni að þetta þýddi að hann myndi ekki fá styttu fyrir bestu leikstjórn fyrir Good night, and good luck. Hann sagðist jafnframt ekki vera neitt óhress með að geta nú fengið það í minningargreinar um sig að hann væri óskarsverðlaunahafi, Batman og kynþokkafyllsti maður heims árið 1997. Nicole Kidman afhenti honum verðlaunin. Hún er alltaf killer. Verður fallegri og betri leikkona með hverju árinu sem líður frá því hún skildi við Tom Cruise. John Stewart opnaði þetta á ágætu uppistandi eftir sæmilega fyndna kynningu þar sem Chris Rock, David Letterman, Whoppi Goldberg Steve Martin og fleiri sögðust vera bissí. Fat chance að þessu liði hafi verið boðið að koma aftur. Glataður hópur. Billy Crystal er auðvitað sá eini sem kann þetta en þar sem hann er hættur að nenna þessu þá fær Stewart að spreyta sig og lofar bara góðu. Hann er í það minnsta strax orðinn betri en Letterman. Bestu brandararnir so far: "Good night and good luck er frasi sem George Clooney endar öll sín stefnumót á." Björk gat ekki mætt. Hún var að máta kjólinn sinn og Dick Cheney skaut hana. Allir voru auðvitað voða sætir og fínir á rauða dreglinum. Leiðinlegt samt hversu margir karlmenn verða að leppalúðum í smóking. Það er þó auðvitað ekki við þá að sakast, smókingar eru ljót föt. Charlize Theron er glæsileg að vanda þó hún sé alltaf tilnefnd fyrir að leika ófríðar konur. En Jessica Alba er auðvitað aðalgellan. Flottur kjóll en kúrekastelpubúningurinn úr Sin City hefði gert sama gagn. Jack Nicholson er alltaf svalur með sólgleraugun en kallinn er samt farinn að láta á sjá, fyrst núna. Hann er samt örugglega jafn skæður innan um konur og það er ekki laust við að Keira litla sé hálf smeyk þar sem hún situr við hliðina á gamla jaxlinum. King Kong hirti verðlaun fyrir bestu brellurnar. En ekki hvað? Og Wallace og Gromit og morðóða kanínan er besta teiknimyndin. Persónulega hefði ég nú viljað Corpse Bride taka þetta. Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira
Fyrsta mark kvöldsins hefur verið skorað og leikurinn er varla byrjaður. Erkitöffarinn George Clooney fékk verðskulduð verðlaun fyrir bestan aukaleik í Syriana. Hann var vitaskuld tilnefndur með öndvegismönnum á borð við Matt Dillon, William Hurt og Paul Giamatti. Hefði sætt mig við Giamatti enda alger snillingur en Clooney er maðurinn og á að verða maður kvöldsins. Hann er samt hógvær og lýsti því yfir í þakkarræðu sinni að þetta þýddi að hann myndi ekki fá styttu fyrir bestu leikstjórn fyrir Good night, and good luck. Hann sagðist jafnframt ekki vera neitt óhress með að geta nú fengið það í minningargreinar um sig að hann væri óskarsverðlaunahafi, Batman og kynþokkafyllsti maður heims árið 1997. Nicole Kidman afhenti honum verðlaunin. Hún er alltaf killer. Verður fallegri og betri leikkona með hverju árinu sem líður frá því hún skildi við Tom Cruise. John Stewart opnaði þetta á ágætu uppistandi eftir sæmilega fyndna kynningu þar sem Chris Rock, David Letterman, Whoppi Goldberg Steve Martin og fleiri sögðust vera bissí. Fat chance að þessu liði hafi verið boðið að koma aftur. Glataður hópur. Billy Crystal er auðvitað sá eini sem kann þetta en þar sem hann er hættur að nenna þessu þá fær Stewart að spreyta sig og lofar bara góðu. Hann er í það minnsta strax orðinn betri en Letterman. Bestu brandararnir so far: "Good night and good luck er frasi sem George Clooney endar öll sín stefnumót á." Björk gat ekki mætt. Hún var að máta kjólinn sinn og Dick Cheney skaut hana. Allir voru auðvitað voða sætir og fínir á rauða dreglinum. Leiðinlegt samt hversu margir karlmenn verða að leppalúðum í smóking. Það er þó auðvitað ekki við þá að sakast, smókingar eru ljót föt. Charlize Theron er glæsileg að vanda þó hún sé alltaf tilnefnd fyrir að leika ófríðar konur. En Jessica Alba er auðvitað aðalgellan. Flottur kjóll en kúrekastelpubúningurinn úr Sin City hefði gert sama gagn. Jack Nicholson er alltaf svalur með sólgleraugun en kallinn er samt farinn að láta á sjá, fyrst núna. Hann er samt örugglega jafn skæður innan um konur og það er ekki laust við að Keira litla sé hálf smeyk þar sem hún situr við hliðina á gamla jaxlinum. King Kong hirti verðlaun fyrir bestu brellurnar. En ekki hvað? Og Wallace og Gromit og morðóða kanínan er besta teiknimyndin. Persónulega hefði ég nú viljað Corpse Bride taka þetta.
Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Afar ólíklegt að Ísland taki þátt í Eurovision verði Ísrael með Sunneva syrgir Bellu: „Ég mun alltaf sakna þín“ „Pabbi Rúríks“ lét sig ekki vanta Alveg sama þótt hann tapi mörgum milljónum „Þetta situr enn þá í mér í dag“ Jóhann Berg og Hólmfríður selja glæsihöllina á Arnarnesi Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Ástin kviknaði á Kaffibarnum Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Heitustu trendin í haust „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Sjarmerandi Vesturbæjarperla með sjávarútsýni Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Guðrún Sørtveit og Steinar „loksins“ trúlofuð Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Stjörnulífið: „Skemmtilegasta kvöld lífs míns“ Rick Davies í Supertramp er látinn Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Sjá meira