Lífið

Viðskiptafræðingurinn lagði skólastjórann

Haukur Harðarson komst áfram í aðra umferð Meistarans, spurningaþáttarins sem sýndur er á Stöð 2 á fimmtudögum, í sjöttu og síðustu viðureign fyrstu umferðar sem fram fór í gærkvöld. Haukur, sem er viðskiptafræðingur að mennt, lagði Helga Árnason skólastjóra Rimaskóla í Grafarvogi. Viðureignin var hnífjöfn og hörkuspennandi framan af en undir lokin tók Haukur afgerandi forystu og lokatölur urðu 13-6.

Þar með bættist Haukur í hóp þeirra 16 sem eigast munu við í annarri umferð Meistarans en hinir eru Inga Þóra Ingvarsdóttir, Steinþór Helgi

Arnsteinsson , Snorri Sigurðsson, Stefán Már Halldórsson og Friðbjörn

Eiríkur Garðarson, sem öll tryggðu sér áframhaldandi þátttökurétt með sigri í fyrstu umferð og hinir sem sátu hjá í fyrstu umferð; Mörður Árnason, Ilugi Jökulsson, Ólína Þorvarðardóttir, Björn Guðbrandur Jónsson, Jónas Örn Helgason Erlingur Sigurðarson Sævar Helgi Bragason Anna Pála Sverrisdóttir Ágúst Örn Gíslason og Kristján Guy Burgess.

Þess má geta að Jónas Örn Helgason er tvítugur sonur Helga Árnasonar

skólastjóra sem féll úr keppni í gærkvöld.

Fyrsta viðureign annarrar umferðar verður háð að viku liðinni á Stöð 2,

fimmtudaginn 9. febrúar. Drátturinn í annarri umferð verður nánar

tilkynntur síðar.

Bent skal á vefsíðu þáttarins hér á Vísi en þar er hægt að nálgast allar upplýsingar um keppnina og keppendur. Einnig skrifar Logi Bergmann Eiðsson stjórnandi þáttarins reglulega inn innihaldsríkar lýsingar á þáttunum, veitir áhugaverðar upplýsingar um það sem gerist bakvið tjöldin og spáir og spekúlerar í Meistaranum á léttan og beittan hátt.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.