Erlent

Lögregla skaut á mannfjölda í Addis Ababa

Byssukúla fjarlægð úr hálsi eins þeirra sem urðu fyrir skoti.
Byssukúla fjarlægð úr hálsi eins þeirra sem urðu fyrir skoti. MYND/AP

Lögreglan í Addis Ababa í Eþíópíu skaut að fólki sem safnast hafði saman í borginni í dag í tilefni af degi heilags Mikjáls. Að sögn vitna höfðu einhverjir tekið upp á því að loka götum og ögra lögreglu og sinnt í engu tilmælum lögreglumanna, sem varð til þess að þeir gripu til vopna sinna. Að minnsta kosti sextán manns urðu fyrir byssukúlum, þar af eru þrír sagðir alvarlega særðir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×